Færsluflokkur: Bloggar

Og...?

Véfréttin vill kannski ekki setja sig á óþarflega háan hest, en við svona frétt getur hún ekki stillt sig um að spyrja og hvað?

Var það ekki vitað að barnamisnotarar sækja í störf með börnum? Var álitið að hjálparstarf væri í einhverri annarri kategoríu?

Það kemur Véfréttinni á óvart að af fréttinni að dæma hefur ekki verið haft virkt eftirlit með þessum þáttum fram til þessa. Þó er ekki langt síðan að fjaðrafok varð vegna barnamisnotkunar í kjölfar Tsunami. Lítið pláss í minninu?

Véfréttin býður fúslega fram starfskrafta sína og matsfræðiþekkingu í þágu þess að uppræta misnotkun í hjálparstarfi. Bara að nefna það.


mbl.is Börn kynferðislega misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál...

... ef rétt mál. Véfréttina fýsir þó að vita hvers vegna sýni voru ekki send til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þar er starfandi einn fremsti sveppafræðingur landsins. Sjá meðal annars þetta. Véfréttin vill líka vita eftir hverju er farið þegar ákveðin myglusveppategund er úrskurðuð „ekki hættuleg“. Það virðist nefnilega vera þannig að af því að það er ekkert svo svakalega langt síðan farið var að greina tengsl á milli rakatengdra vandamála í íbúðarhúsnæði og ýmissa heilsufarskvilla íbúa að þá er heilmikið olnbogarými fyrir þá sem vilja haga niðurstöðum sér í hag – á hvorn veginn sem er. Nágrannalönd okkar voru á sama plani og Ísland er nú í þessari umræðu fyrir nokkrum árum. Þar eru fólk hins vegar löngu búið að átta sig á að alvara er á ferðum. Ísland virðist alltaf þurfa sinn tíma, hér er til siðs að læra einungis af eigin mistökum.  Örlitlar upplýsingar um það sem Finnar voru búnir að fatta árið 2003 hér. Og svo smá um framhaldið, semsagt það sem þeir eru að gera í dag hér.
mbl.is Segja sveppinn ekki hættulegan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótaskaup

Gleðilegt ár!

Véfréttin viðurkennir (ekki í fyrsta sinn) að vera plebbi sem pælir í skaupinu. Dómur ársins er á þá leið að væntingar þær sem Véfréttin hafði ómeðvitað alið með sér, meðal annars eftir að hafa velst um af hlátri yfir síðasta skaupi og Næturvaktinni, hafi brostið rækilega.

Eins og afar oft áður voru einhverjir brandarar - einn... kannski tveir, mögulega þrír... sem hægt var að hlægja að. Aulahrollurinn var of yfirþyrmandi megnið af tímanum til að Véfréttinni og skaupsgestir hennar (sem voru 6 talsins auk Sveimhugans og sofandi barna) gætu slakað á. En jæja, það er ekkert svo svakalega langt í næsta skaup.

Véfréttin fúlsar við launum lúsar

Eins og alþjóð veit (eða ætti að vita) er Véfréttin að leita sér að starfi. Síðast þegar Véfréttin var í starfsleit var hún aðeins með BA-gráðu og komst fljótlega að því að ekki var feitan gölt að flá. Sérstaklega ekki þegar hún lét sig dreyma um 60 - 80% starfshlutfall, en það er út af fyrir sig önnur saga.

Nú hefur Véfréttin, með blóði, svita og tárum, unnið sér inn MA-gráðu og er af henni allstolt, enda með stórgóða meðaleinkunn og frábært lokaverkefni. Og enn er Véfréttin í atvinnuleit - nú á höttunum eftir starfi til að stunda næstu 34 árin, til að byrja með.

Á mánudaginn fór Véfréttin í atvinnuviðtal. Starfið sem auglýst var var einkar áhugavert. Það snerist um að byggja upp starf með unglingum á tilteknu svæði. Véfréttin vissi, áður en hún sótti um, að störf af þessum toga væru ekki meðal þeirra hæst launuðu. Henni fannst þó starfið það spennandi að hún var viljug til að kanna málið. Eftir að hafa fræðst um eðli starfsins í starfsviðtali var hún orðin ansi áhugasöm og strax farin að hliðra til í huganum og búa sig undir að sneiða hjá efnishyggjukapphlaupinu næstu árin, til að geta unnið þetta spennandi starf.

En svo kom launaumræðan.

Hjarta Véfréttarinnar brast.

Hvernig sem á það er litið hefur fjögurra manna fjölskylda, þar sem önnur af tveimur mögulegum fyrirvinnum hefur eytt tveimur árum í nám, ekki efni á að þiggja slík lúsarlaun. Í ofanálag höguðu örlögin því svo til að fjölskyldan þurfti að flytja í nýtt húsnæði á árinu og er með greiðslubyrði í hærri kantinum. Og sem stendur tvo bíla til að borga af (þar til einhver kaupir drusluna).

Í kvöld voru fréttir af því að íslenskir grunnskólakennarar væru þeir lægst launuðu á Norðurlöndunum. Sem kunnugt er lepja leikskólakennarar líka dauðann úr skel. Og störf eins og þetta sem Véfréttin var svo spennt fyrir, sem snúast um starf með börnum og ungu fólki og þar sem gerð er krafa um háskólamenntun, eru svo illa launuð að í þau getur varla fengist nema allra gallharðasta hugsjónafólk - og svo kannski einhverjir lúserar sem fá enga aðra vinnu. Enda sagði konan, sem aldrei verður yfirkona Véfréttarinnar, að fáir hefðu sótt um. Aðrir efnilegir kandídatar eru semsagt betur upplýstir um launaskrá sveitarfélaga (eða hvað það heitir) og hin harða, kalda raunveruleika en Véfréttin.

Þannig að atvinnuleit Véfréttarinnar heldur áfram.


En...

... annað hver múslimi sem Véfréttin hefur hitt heitir Múhammeð. Hvurslags bangsi var þetta eiginlega?
mbl.is Breska kennslukonan á heimleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúlt

BA sýnir lítinn baráttuvilja - það fór aldrei í neina alvöru kynningu hér og náði því ekki að koma sér inn í íslensku undirmeðvitundina. Þannig tékkaði fólk af gömlum vana á Icelandair og Icelandexpress og gleymdi þessum valkosti kannski. Iss, lúserar - segir Véfréttin.
mbl.is BA hættir flugi til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víst

Eina ástæðan fyrir því að Véfréttin eyðir orku í skrif um eitthvað sem skýrir sig annars alveg sjálft er að einhverjum virðist alltaf finnast kúl að vera á móti. Hvernig er hægt að vera á móti átaki gegn kynbundnu ofbeldi, eða bara einhverju átaki gegn einhvers konar ofbeldi yfir höfuð? Þó það komi ekki í veg fyrir nema 1 glæp þá er það allra sinna milljóna og milljarða virði.

Sumar þessara kvenna sem hafa verið kynlífsþrælar hafa sagt ,,kúnnunum" sínum frá því og jafnvel beðið um hjálp, við litlar undirtektir. Spurning hvort einhverjir þeirra myndu hugsa sig aðeins um ef að þeir þekktu betur til málanna, eins og til dæmis í gegnum eitt nett átak?  


Líka í Noregi

Skóla í Noregi var líka lokað í gær, út af einhverju svona. Noregur er nær en Þýskaland. Þess vegna finnst Véfréttinni að það ætti að nefna það líka. Véfréttin metur fréttnæmi í kílómetrum...


mbl.is Þýskum skóla lokað af ótta við skotárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt blogg

Hér er ég - hvar ert þú?

« Fyrri síða

Um bloggið

Véfrétt

Höfundur

Véfréttin
Véfréttin
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (29.3.): 0
    • Sl. sólarhring:
    • Sl. viku:
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku:
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband