Í vegi fyrir framförum

Aðrir bloggarar og annað gáfað fólk er nú þegar búið að segja allt sem segja þarf varðandi launabaráttu ljósmæðra. Í stuttu máli hefur Véfréttin ekki heyrt eina einustu úrtölurödd - enginn hefur andmælt því að ljósmæður eigi skilin mannsæmandi laun fyrir það ómetanlega starf sem þær vinna. Samt gerist ekkert.

Á meðan ekkert gerist verða heldur engar framfarir og þegar loks næst lending, hugsanlega eftir mikið japl, jaml og fuður, þá mun það taka tímann sinn fyrir hlutina að færast aftur í samt horf, sem er grundvallaratriði til þess að þróun geti haldið áfram að eiga sér stað.

Öll störf eru einstök og það er ekki ætlunin að gera lítið úr öðrum störfum með því að upphefja ljósmæðrastarfið. En fyrir utan að hafa öll fæðst og hafa langflest notið við það aðstoðar ljósmóður eigum við það einnig flest sameiginlegt að hafa komið að barnsfæðingu á einn eða annan hátt, sem foreldri, systkini, vinur eða vinkona. Flest erum við einnig sammála um að það hafi verið dýrmæt upplifun. Ljósmæður hafa unnið mikið starf við að gera fæðingarferlið sem best fyrir alla sem hlut eiga að máli, um leið og þær hafa öryggi móður og barns að leiðarljósi. Og þær eru færar - þær hafa jú 6 ára háskólanám að baki.

En á meðan þær fá ekki sómasamleg laun er allt strand. Véfréttin er fegin að þær skuli standa á rétti sínum en um leið miður sín yfir að stjórnvöld skuli ekki meta störf þeirra að verðleikum. Véfréttinni finnst það bera vott um að stjórnvöld virði ekki fólkið í landinu, hvorki foreldra né fædd eða ófædd börn þeirra.


mbl.is „Enda erum við hörkutól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Véfrétt

Höfundur

Véfréttin
Véfréttin
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (23.4.): 0
    • Sl. sólarhring: 1
    • Sl. viku: 17
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 17
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband