„hvað sem er annað en Sjálfstæðisflokkinn“

Ókey, gott að Samfylking og Vinstri grænir mælast með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Mörg okkar raða flokkunum fjórum eftir reglunni afleitt, slæmt, skárra, illskást.

Eftir að ég fór að setja mig inn í hvað Borgarahreyfingin stendur fyrir hef ég spurt fólk í kringum mig um þeirra afstöðu. Allir eru sammála um að allt hafi verið í hers höndum, sé það að mestu leyti enn og lítil von um breytingu. Þess vegna velur fólk burt þá kosti sem eru afleitastir og situr uppi með það „skásta“.

Margir veigra sér við að kjósa Borgarahreyfinguna sem er eitthvað nýtt og mælist með hlutfallslega lítið fylgi. Ég hef ítrekað heyrt þau rök að það verði að kjósa einhvern af fjórflokkunum til þess eins að stoppa Sjálfstæðisflokkinn af. Í öllum þessum flokkum er samt fólk sem er búið að taka þátt í ruglinu og hefur ekki sýnt okkur sem sitjum í súpunni þann sóma að taka á því ábyrgð.

Ég ætla ekki að kjósa flokk, ég ætla að kjósa breiða hreyfingu með góða stefnuskrá, meðal annars í þeirri von að þeim takist að koma á breytingum á þessu úrelta og handónýta flokkakerfi.


mbl.is Samfylking eykur forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Véfrétt

Höfundur

Véfréttin
Véfréttin
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (29.3.): 0
    • Sl. sólarhring:
    • Sl. viku:
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku:
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband