Nýja Ísland

Ég er 34 ára gömul, ég hef víðtæka starfsreynslu og meistaragráðu í mati og starfsþróun. Eftir brautskráningu úr HÍ leitaði ég að atvinnu í meira en ár (frá feb. 2007 – des. 2008 með hléi yfir sumarið 2008 þegar ég tók mér sumarstarf). Ég endurtek: meira en heilt ár. Þá á ég ekki við að ég hafi sótt um einhver örfá útvalin störf á þessum tíma – ég vann hörðum höndum á hverjum einasta degi, hringdi út um hvippinn og hvappinn, sendi fínpússuðu ferilskrána mína í öll hugsanleg fyrirtæki og stofnanir og fékk út úr því einhver starfsviðtöl en ekkert starf.

Á öllum þessum tíma var mér aldrei boðið í fría kynningu á sjálfri mér hjá Ríkissjónvarpinu. En það á nú sem betur fer ekki við um alla. Ónefndur atvinnuleysingi, sem þar að auki hefur talsvert forskot á mig hvað varðar tengsl við atvinnulífið (fyrir utan að vera kominn á þann aldur að vera búinn að koma ár sinni þokkalega vel fyrir borð eignalega séð og eflaust betur settur skuldalega séð heldur en flest yngra fjölskyldufólk) fékk að láta móðan mása þar í kvöld. Hann stærði sig af iðjusemi frá unga aldri, hve fjölhæfur hann væri, reyndur á mörgum sviðum, gæti gengið í öll verk og svo mætti lengi telja. Ég var að vaska upp og ekki beinlínis að hlusta nema með öðru eyra, en ég viðurkenni að ég fór að leggja við hlustir þegar hann fékk að halda opnu atvinnuumsókninni áfram ótruflaður.

En áhorfendum til ótvíræðs léttis kom strax í ljós að þessi góði maður þarf engu að kvíða. Gamli vinur hans sem sat þarna hjá honum er með ítök í nokkrum ráðuneytum sem útlit er fyrir að hann hafi áfram enn um hríð og það stóð nú ekki á honum að bjóða félaga sínum starf. Hann ætlar að hringja í hann bráðum.

„Nýja Ísland“?

Atvinnuleitin mín endaði á þann veg að ég tók starfi sem krefst engrar háskólamenntunar – starfi sem vissulega er þarft og gott og ekki á færi hvers sem er að vinna – en í engu samhengi við menntun mína eða reynslu.

Steingrímur, ég skal koma í hvaða ráðuneyti sem er og gera matsúttekt á hverju sem er, leiða starfsþróunina sem því fylgir þegar nýir ráðherrar taka við, nýrri stefnu verður hrint í framkvæmd eða hvað sem þú óskar. Steingrímur, hringdu í mig!


mbl.is Elítan vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Velkomin í vinahópinn, kæra Véfrétt. Eins og þú veist vel ég bloggvini fáa en góða. Og gaman að sjá þig hér.

Hissa yrði ég ef Steingrímur hringdi í þig. Og þó -- hann er mesta ólíkindatól.

Sigurður Hreiðar, 26.4.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Guðmundur Óskar

Sæl

Áhugaverð lesning...vildi að ég gæti boðið þér vinnu!  Svo er nú ekki, en ég veit að fyrirtækið mitt er að leita eftir fólki í starfsmannahaldið, reyndar bara tímabundið.  Ef þú hefur áhuga þá heitir fyrirtækið Síminn og yfirmaðurinn Ketill...go for it! 

Guðmundur Óskar, 26.4.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Benedikta E

Sæl.......Véfrétt.

Upplýsandi pistill hjá þér ........sem segir svo glöggt hvernig  "kerfið" er í raun og veru........Það vill engar breytingar og alls ekki til hins betra ........ gegnsæi NEI - NEI - NEI..............

Reynsla þín og menntun - ógnar " þessu kerfi " það er í rauninni svakalegt........að svo skuli vera 2009

Haltu áfram að sækja um - en það er viðbúið að þeir sem fagna þinni starfsumsókn eru trúlega nokkuð vel staddir með sín mál ..........

Með góðri kveðju.

Benedikta E, 27.4.2009 kl. 16:52

4 identicon

Vat atvinnulaus í einn dag, leitaði af vinnu í 3 klukkutíma og var kominn með 2 boð.

Ónefndur (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 16:56

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hæ frænka! Hér er ég komin og mun fylgjast með þér í blíðu og stríðu.

Gangi þér allt sem best. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 27.4.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Véfrétt

Höfundur

Véfréttin
Véfréttin
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (28.3.): 0
    • Sl. sólarhring:
    • Sl. viku:
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku:
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband